skip-to-main

Spikevax (previously COVID‑19 Vaccine Moderna)

Persónuverndarstefna Moderna'

Vinsamlegast lestu persónuverndarstefnu Moderna's vandlega áður en þú ferð inn á eða notar þessa vefsíðu

Þessi vefsíða er í eigu Moderna, Inc. („Moderna“, „við“, „okkar“) og er rekin af því fyrirtæki. Efnið á vefsíðunni okkar ( „website„ eða „síðan“) er sett fram af Moderna sem þjónusta við viðskiptavini okkar og við almenning og má einungis nota til að veita upplýsingar.

Moderna virðir einkalíf þeirra sem heimsækja síðuna okkar og við viðurkennum mikilvægi þess að grípa til ráðstafana til að vernda friðhelgi þeirra upplýsinga sem við söfnum gegnum síðuna okkar. Þessi persónuverndarstefna lýsir þeim tegundum persónugagna (eins og þær eru skilgreindar hér að neðan) sem við söfnum um gesti okkar á vefsíðunni, hvernig við gætum notað gögnin og hverjum við kunnum að deila gögnunum með. Þessi persónuverndarstefna lýsir einnig (1) þeim ráðstöfunum sem við tökum til að tryggja persónugögn sem við söfnum og (2) réttindum þínum og forréttindum sem varða söfnun okkar, notkun og upplýsingagjöf á persónugögnum þínum.

Útilokanir. Þessi stefna varðar einungis persónugögn sem er safnað beint í gegnum þessa vefsíðu. Hún lýsir ekki því hvernig við getum safnað eða notað persónugögn sem fengin eru utan netsins og hún á ekki við um né stjórnar persónuverndarreglum annarra vefsíðna (þ.m.t. þeim síðum sem við erum með tengla á) en þær síður geta haft sína eigin persónuverndarstefnu. Við hvetjum notendur vefsíðu okkar til að gera sér grein fyrir þegar þeir yfirgefa síðu okkar og til að lesa persónuverndarstefnur sérhverra vefsíðna sem þeir heimsækja og sem safna persónugögnum. Óumbeðnar upplýsingar sem þú lætur okkur í té geta verið taldar opinberar og Moderna má afrita, nota, gefa upp og dreifa slíkum opinberum upplýsingum til annarra án leyfis, greiðslu, takmarkana eða án þess að geta eiganda.

Með því að fara inn á vefsíðu okkar, samþykkir þú skilyrði og skilmála þessarar persónuverndarstefnu og skilmála og skilyrði fyrir notkun síðunnar. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála, hefur þú ekki leyfi til að nota vefsíðuna okkar.

Inngangur

Persónugögn“ eru gögn sem hægt er að nota til að auðkenna þig eða hafa samband við þig, eins og tengiliðaupplýsingar, þ.m.t. nafn þitt, heimilisfang, netfang, land og símanúmer, ásamt öllum öðrum upplýsingum sem geta verið á ferilskrá þinni ef þú skyldir senda inn umsókn um starf til Moderna í gegnum heimasíðuna okkar skv. gildandi lögum, öll gögn um notkun þína á vefsíðu okkar eða tæki þínu sem safnað er sjálfkrafa, þ.m.t. í gegnum notkun vefkakna, vefvita og með öðrum rekjanlegum hætti.

Við meðhöndlum persónugögn þín í samræmi við gildandi lög og samkvæmt eftirfarandi viðmiðum:

  • Við meðhöndlum persónugögn löglega, af sanngirni og á gagnsæjan hátt.

  • Við munum einungis safna persónugögnum í tilgreindum, opinberum og löglegum tilgangi og við munum einungis nota persónugögn í þeim tilgangi sem þeim var upphaflega safnað.

  • Við takmörkum söfnun persónugagna upp að því marki sem er nauðsynlegt miðað við í hvaða tilgangi er verið að meðhöndla gögnin.

  • Við reynum innan skynsamlegra marka að tryggja að persónugögn þín séu nákvæm og rétt og uppfærð eftir því sem nauðsyn krefur.

  • Við geymum persónugögn eins stutt og mögulegt er með það í huga að þjóna þeim tilgangi sem vinnsla gagnanna miðar að.

  • Persónugögn eru einungis meðhöndluð á þann hátt sem tryggir ásættanlegt öryggi persónulegra upplýsinga.

Nákvæmari lýsingar um verklagsreglur okkar um persónuvernd er lýst nánar síðar í þessari Persónuverndarstefnu.

Upplýsingar sem við söfnum

Þú getur heimsótt vefsíðu okkar án þess að samþykkja að veita nokkrar upplýsingar um sjálfan þig. Ef þú velur að skila inn upplýsingum þínum gegnum „Skráðu þig á póstlista“ eða „Hafa samband“ aðgerðirnar á vefsíðunni okkar eða ef þú vilt sækja um starf hjá Moderna í gegnum „Störf“ hlutann á vefsíðunni okkar, getum við beðið þig um að skila okkur persónugögnum, eins og nafni þínu, heimilisfangi, símanúmeri og netfangi, starfstitli, fyrirtækjaheiti, landi, upplýsingum um starfssvið þitt og öllum öðrum starfstengdum upplýsingum. Þú ert ekki skuldbundinn til að veita Moderna nein persónugögn, en það getur takmarkað möguleika þína á að nota vefsíðu okkar og aðgerðir hennar og til að sækja um störf ef þú veitir þær upplýsingar ekki.

Persónugögnum um notkun vefsíðunnar er safnað af vefkökum eða með öðrum sjálfvirkum hætti. Þegar þú notar vefsíðuna okkar, getum við safnað á sjálfvirkan hátt upplýsingum um notkun þína á vefsíðunni, þ.m.t. með vefkökum, vefvitum og annari tækni til rakningar („sjálfvirkar upplýsingar“). Sjálfvirkar upplýsingar geta verið t.d. upplýsingar um tæki eins og IP-tala, auðkenni tækis og stýrikerfi auk notkunarupplýsinga eins og um tíma og tímalengd notkunar, um samskipti við innihald síðu og upplýsingar geymdar í vefkökum eða með sambærilegri tækni. Samkvæmt Regugerð ESB 2016/679 um gagnavernd („GDPR“), teljast sjálfvirkar upplýsingar vera persónugögn og við munum meðhöndla slíkar sjálfvirkar upplýsingar sem persónugögn og í samræmi við persónuverndarstefnu þessa.

Vefkökur“ eru litlar skrár sem vefsíðan kemur fyrir á harða disknum þínum til að geta borið kennsl á þig. Þessar skrár eru notaðar til að aðstoða við skráningu á vefsíðunni og til að sérsníða heimsóknir þínar á vefsíðuna okkar í framtíðinni. Til dæmis muna vefkökur hvaða tungumál þú hefur valið og hvers konar skjámynd. Vefkökur geta ekki lesið gögn sem eru á harða disknum þínum.

Við notum eftirfarandi vefkökur á vefsíðunniz okkar:

  • Afar nauðsynlegar vefkökur. Þetta eru vefkökur sem er krafist til stjórnunar á vefsíðu okkar. Þær eru t.d. vefkökur sem gera þér kleift að skrá þig inn í starfsumsóknarviðmótið okkar.

  • Aðgerðakökur. Þessar kökur eru notaðar til að bera kennsl á þig þegar þú kemur aftur inn á síðu okkar og til að hægt sé að setja inn aðgerðir á síðuna frá þriðja aðila. Þetta gerir okkur kleift að persónusníða efni okkar handa þér, muna kjörstillingar þínar (t.d. hvaða tungumál þú vilt nota) og til að samþætta gagnlega þjónustu sem er veitt að þriðja aðila við vefsíðuna okkar.

  • Greiningarkökur. Við notum Google Analytics verkvanginn til að safna ákveðnum greiningarupplýsingum til að hjálpa okkur að skilja betur virkni og aðgerðir á vefsíðunni okkar og til að bæta þjónustu og gæði vefsíðunnar. Þessar upplýsingar ná til IP-tölunnar, síðubeiðnir, vefsíður og auglýsingar sem er vísað til, stýrikerfi og vafra auk þess tíma sem er eytt á vefsíðu okkar. Við fáum þessi gögn sem samantekin gögn. Við notum þessar upplýsingar til að hjálpa okkur að skilja hvernig gestir nota vefsíðuna okkar, mælum skilvirkni auglýsinga okkar á vefsíðum þriðju aðila og til að bæta upplifun gesta okkar af síðunni.

Þú getur samþykkt eða hafnað vefkökum frá þessari vefsíðu hvenær sem er með því að virkja vefkökustillingar í vafra þínum. „Hjálp“ valmyndin á flestum netvöfrum inniheldur upplýsingar um hvernig megi afvirkja vefkökur, eða þú getur heimsótt slóðina http://www.aboutcookies.org/how-to-control-cookies/. Með því að samþykkja ekki vefkökur, getur verið að sumar aðgerðir á vefsíðu okkar virki ekki og það getur verið að þú getir ekki nálgast allar upplýsingar á þessari vefsíðu. Með því að halda áfram að nota vefsíðuna, án þess að breyta stillingum, samþykkir þú notkun okkar á vefkökum.

Persónugögn frá þriðja aðila. Við getum fengið upplýsingar um þig opinberlega og á opnum markaði, samkvæmt lögum og við megum tengja þær upplýsingar við aðrar upplýsingar sem við fáum frá þér eða um þig. Til dæmis ef þú sækir um starf hjá Moderna gegnum vefsíðu okkar, þá megum við skoða LinkedIn síðuna þína.

Samantekin gögn. Við getum tekið saman og/eða gert auðkennislaus öll persónugögn sem við söfnum, þannig að upplýsingarnar séu þannig að ekki sé hægt að bera kennsl á neinn stakan einstakling. Við getum notað, gefið upp eða á annan hátt meðhöndlað slíkar upplýsingar vegna lagalegra viðskiptahagsmuna okkar - þ.m.t. til sögulegrar og tölfræðilegrar greiningar og til að taka viðskiptaákvarðanir - án nokkurra takmarkana. 

Hvernig við notum persónugögn

Við getum notað persónugögn á eftirfarandi hátt.

Lögmætir hagsmunir okkar

Við getum unnið með persónugögn þín þar sem það er nauðsynlegt fyrir okkar lagalegu hagsmuni sem fyrirtæki, þ.m.t. til að stjórna, stuðla að og bæta viðskipti okkar og til að lágmarka áhættu. Til dæmis getum við unnið úr persónugögnum þínum til þess að:

  • veita þér upplýsingar sem þú baðst um og/eða til að svara fyrirspurnum þeim sem þú hefur sent inn í gegnum vefsíðuna, með tölvupósti og/eða í gegnum síma,

  • auðvelda ráðningaferli okkar (eins og að vinna úr starfsumsóknum, til að meta þig sem umsækjanda í starf og til að vakta og vinna úr tölfræðilegum ráðningarupplýsingum okkar),

  • til að greina og bæta samskipti okkar og áætlanir (þ.m.t. með því að bera kennsl á hvenær tölvupóstar sem þér hafa verið sendir hafa verið mótteknir og lesnir).

  • til að sérsníða það innihald sem við birtum á vefsíðunni okkar,

  • til að verjast, greina, rannsaka og bregðast við svikum, ólöglegri starfsemi (eins og tölvuárásum eða hvers kyns misnotkun á vefsíðu okkar) og bregðast við kröfum og ábyrgðarkröfum,

  • til að varðveita persónuvernd, öryggi og eignarhaldi á vefsíðunni og

  • til að hafa samskipti við þig af öðrum ástæðum, sem eru augljósar út frá kringumstæðum eða sem við upplýsum þig um þegar við söfnum persónugögnum frá þér.

Lagaleg skylda

  • Það getur verið að lögum samkvæmt sé þess krafist að við söfnum og vinnum úr ákveðnum persónugögnum um þig. Til dæmis, gætum við þurft að vinna úr persónugögnum þínum til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar við ríkisstjórn BNA sem verktaki hjá ríkinu.

Samþykki þitt

Við getum líka leitað eftir, annað hvort beint eða gegnum trausta þriðju aðila, aðskildu samþykki þínu til að fá að vinna úr persónugögnum þínum til dæmis þegar þú velur að fá sendar fréttir frá Moderna og uppfærslur frá okkur eða vegna notkunar á vefkökum sem eru ekki nauðsynlegar.

Ef við höfum leitað eftir samþykki þínu til að fá að vinna úr persónugögnum þínum, þá getur þú síðar dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er, með því að hafa samband í gegnum það netfang sem er tilgreint er undir flipanum „Þinn réttur til friðhelgi“ í kaflanum hér að neðan.

Deiling persónugagna

Við seljum ekki, deilum né dreifum á annan hátt persónugögnum þínum til þriðja aðila nema í samræmi við skilgreiningu þessarar persónuverndarstefnu.

Tengdir aðilar og þjónustuveitendur. Við getum deilt persónugögnum þínum með öðrum fyrirtækum Moderna um allan heim sem hafa samþykkt að meðhöndla gögnin samkvæmt persónuverndarstefnu þessari. Við getum einnig flutt persónugögn til þjónustuaðila sem vinna fyrir okkar að frekari úrvinnslu gagna, eins og við mat á gagnsemi þessarar vefsíðu, stýringu gagna, tæknilega aðstoð eða við að greina ráðningarupplýsingar. Þessir þjónustuaðilar hafa gert samninga við okkur um að nota einungis persónugögn í þeim tilgangi sem gögnunum var upphaflega safnað til eða sem má nota þau til skv. lögum. Þeir aðilar hafa skuldbundið sig til að selja ekki persónugögn þín til þriðja aðila og að gefa þau ekki upp við þriðja aðila, nema eftir því sem krafist er samkvæmt lögum og samkvæmt heimildum okkar og eins og er skráð í persónuverndarstefnu þessari.

Aðrir aðilar í tengslum við fyrirtækjaviðskipti. Við getum einnig flutt persónugögn sem við höfum safnað frá þér til þriðja aðila sem hluta af viðskiptaaðgerðum fyrirtækisins eins og við samruna, kaup á öðru fyrirtæki, við samáhættu, fjármögnun eða við sölu á eignasafni okkar.

Aðrir aðilar þegar þess er krafist samkvæmt gildandi lögum eða það sem er nauðsynlegt til að vernda Moderna. Við getum gefið upp persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila til að uppfylla kröfur bæði laga og reglugerða, eða til að vernda okkur gegn svindli, ólöglegu athæfi (eins og til að bregðast við tölvuárásum eða við misnotkun á vefsíðu okkar) og gegn kröfum og öðrum skaðabótakröfum.

Alþjóðlegir gagnaflutningar

Þegar við deilum persónugögnum með þriðja aðila, þá geta slíkir gagnaflutningar falið í sér flutning á persóngögnum til annarra landa. Það má vera að þau lönd séu ekki með sömu lög um gangavernd og það land þar sem persónugögnin eiga uppruna sinn.

Einungis íbúar innan Evrópska efnahagssvæðisins

Moderna í Bandaríkjunum mun starfa sem gagnavörður og mun vinna úr persónugögnum þínum með því að ákvarða tilgang og leiðir til meðhöndlunar gagna skv. GDPR. Vinsamlegast gættu að því að persónugögn þín verða geymd á netþjónum Aquia, sem eru staðsettir bæði innan og utan Evrópusambandsins. Áður en við flytjum persónugögn þín utan ESB, munum við grípa til aðgerða til að tryggja að gögnin njóti sömu verndar og gildir samkvæmt þeim lögum um gagnavernd sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins. Um gagnaflutninga utan Evrópska efnahagssvæðisins gildir, að við notum, þar sem þarf, viðeigandi öryggisráðstafanir, þ.m.t. stöðluð samningsákvæði sem hafa verið samþykkt af Framkvæmdastjórn ESB. Afrit af þessum ráðstöfunum er hægt að fá með því að hafa samband við okkur í gegnum netfangið hér að neðan.

Réttindi þín til friðhelgi

Þú getur átti viss réttindi til friðhelgi sem eigandi gagna skv. gildandi lögum. Til dæmis, getur þú átt rétt á því að mótmæla eða fara fram á takmörkun á úrvinnslu persónugagna þinna og þú getur beðið um aðgang að, leiðréttingu, eyðingu og flutning á persónugögnum sem við geymum um þig, með vissum undantekningum þó sem eru skilgreind í lögum. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um notkun okkar á persónugögnum eða ef þú vilt beita rétti þínum, vinsamlegast hafðu samband við:

Moderna, Inc.
200 Technology Square
Cambridge, MA 02139
USA
Privacy@modernatx.com
Íbúar innan ESB: EUprivacy@modernatx.com

Við munum reyna að útvega allar umbeðnar upplýsingar og gera umbeðnar breytingar í að því marki sem leyfilegt er samkvæmt viðeigandi friðhelgislögum og öðrum lögum og reglugerðum. Í hverju tilviki munum við leitast við að svara þér eins fljótt og auðið er og leiðbeina þér niðurstöðu fyrirspurnar þinnar.

Þú gætir sent inn kvörtun til viðeigandi eftilitsstofnunar, ef þú telur að meðferð okkar á persónugögnum þínum sé brotleg við viðkomandi lög. Samskiptaupplýsingar fyrir allar ESB eftirlitsstofnanir sem má finna hér.

Upplýsingaöryggi

Moderna notar viðskiptalega sanngjörn stjórnunarúrræði, tækniúrræði, starfsliðstengd úrræði og raunlæg öryggisúrræði sem hafa það að leiðarljósi að tryggja öryggi persónugagna í okkar umsjá gagnvart skaða, þjófnaði og óheimilli notkun, uppljóstrunum eða breytingum. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir getum við að sjálfsögðu ekki tryggt fullkomið öryggi þeirra kerfa, netþjóna og gagnagrunna sem við rekum eða eru reknir fyrir hönd okkar. Sér í lagi getur verið að þeir tölvupóstar sem sendir eru til eða frá vefsíðunni séu ekki öryggir. Því ættir þú að sýna sérstaka aðgát þegar þú ákveður hvaða upplýsingar þú sendir okkur með tölvupósti. Hafðu þetta í huga þegar þú sendir okkur persónugögn í gegnum vefsíðuna.

Gagnavarðveisla

Persónugön þín verða aðeins haldið hjá Moderna í nauðsynlegan tíma til að uppfylla tilganginn með söfnun þeirra, háð tilganginum með söfnun persónugagnanna, eðli persónugagnanna, sérhverjum samningsbundnu sambandi sem stjórnar geymslu persónugagnanna og lagalegu og reglubundnu skyldur okkar. Við munum þá eyðilegga persónugögn þín eða gera þau ópersónugreinanleg í samræmi við viðeigandi lög.

Tölvupóstssamskipti

Í þeim tilfellum sem við höfum samband við þig, að tölvupósti meðtöldum, munum við útvega þér aðferð til að velja út úr eða velja inn til að taka á móti frekari samskiptum innan lagalegs ramma. Til dæmis þú getur kosið að taka á móti uppfærslum með tölvupósti um þróun á vörum Moderna og/eða þjónustu eða varðandi ákveðin heilsutengd efni (t.d. að fá uppfærslur í tölvupósti varðandi methylmalonic acidemia (MMA) frá Moderna) með því að fylla út viðeigandi „Skráðu þig á póstlista okkar“ á rafræna eyðublaðið á vefsíðunni okkar. Ákveðir þú einhvern tíma seinna að þú viljir ekki fá þessi tölvupóstssamskipti frá okkur getur þú afskráð af hverjum svona samskiptalista með því að nota viðgeigandi „Unsubscribe“ hlekk innan viðkomandi rafrænnar samskiptarásar, eða sent okkur tölvupóst með titlinum „Unsubscribe from email updates“ á privacy@modernatx.com eða EUprivacy@modernatx.com.

Persónuverndarstefna okkar með tilliti til barna

Við höfum skuldbundið okkar til að vernda friðhelgi barna. Efni vefsíðunnar og þjónusta hennar er ekki ætluð börnum né hönnuð til að draga að sér athygli barna sem eru yngri en 18 ára. Engin persónugögn ættu að vera send til Moderna í gegnum vefsíðuna af gestum sem eru yngri en 18 ára eða um börn sem eru yngri en 18 ára. Ef við tökum eftir að notandi vefsíðunnar okkar er undir 18 ára og hefur sjálfviljugur sent inn persónugögn og/eða heilsutengd persónugögn eða að heilbrigðisstarfsmaður hefur sjálfviljugur sett inn persónugögn um sjúkling sem greinst hefur yngri en 18 ára, án þess að hafa hlotið upplýst leyfi umsjónarmanns slíks barns, munum við umsvifalaust leitast við að eyða slíkum persónugögnum eftir að hafa fengið viðeigandi tilkynningu eða beiðni

CalOPPA Do-Not-Track tilkynning

Við rekjum ekki vefsíðunotendur okkar yfir tíma og gegn um vefsíður þriðja aðila og þess vegna bregðumst ekki við Do Not Track (DNT) merkjum. Moderna samþykkir ekki þriðja aðila til að safna persónugögnum beint frá notendum okkar á vefsíðu okkar, eins og gegn um notkun á auglýsingum þriðja aðila.

Tengingar við vefsíður þriðju aðila

Til hagræðis fyrir gesti okkar, getur þessi vefsíða innihaldið hlekki í aðrar vefsíður sem við trúum að geti veitt gagnlegar upplýsingar. Þessir tenglar geta verið m.a. tenglar á vefsíður sem geta framkvæmt þjónustu fyrir okkar hönd. Vinsamlegast athugaðu að Moderna ber ekki ábyrgð á persónuverndarreglum slíkra annarra vefsíðna og getur ekki tryggt persónuverndarstaðla annarra slíkra vefsíðna. Við hvetjum notendur vefsíðu okkar til að gera sér grein fyrir þegar þeir yfirgefa síðu okkar og til að lesa persónuverndarstefnur sérhverra vefsíðna sem safna persónugögnum. Þessi persónuverndarstefna á einungis við um upplýsingar sem er safnað á okkar eigin vefsíðu og tengist ekki neinni tengdri síðu sem er ekki á vegum Moderna.

Tilkynningar er tengjast persónuverndarstefnunni

Uppfærslur - Ef við breytum persónuverndarstefnu okkar, birtum við þær breytingar á vefsíðunni. Ef við gerum uppfærslur á persónuverndarstefnu, þá uppfærum við dagsetninguna efst í stefnu þessari.

Til að fá nánari upplýsingar

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir varðandi þessa persónuverndarstefnu, vilt koma áleiðis sjónarmiðum í tengslum við verklag þessarar vefsíðu eða vegna samskipta við síðuna eða út af einhverju málefni er snertir gagnaleynd, skaltu sendu okkur tölvupóst á privacy@modernatx.com eða hafa samband við okkur skriflega á:

Moderna, Inc
Attention: Legal Department
200 Technology Square
Cambridge, MA 02139
Bandaríkin

Hafðu samband við Moderna

8.00-17.00 Vestur-evrópskur tími – mán - fös
EMEAMedinfo@modernatx.com

    © 2023 Moderna, Inc.

    IS-COV-2100001 09/2023