Spikevax (previously COVID‑19 Vaccine Moderna)
Notkunarskilmálar Moderna
Vinsamlegast lestu þessa skilmála vandlega áður en þú ferð inn á þessa vefsíðu eða notar hana
Upplýsingar um okkur
Notkunarskilmálar þessarar vefsíðu („skilmálar“) lýsa þeim skilmálum og skilyrðum sem eiga við um notkun þína á vefsíðunni sem rekin er af („Moderna“, „við“, „okkar“ og „okkur“). Við erum hlutafélag í Delaware og erum með skráða skrifstofu að 200 Technology Square, Cambridge, MA 02139. Öll notkun eða tenging við efni á vefsíðunni er háð skilmálunum og skilyrðum sem eru í þessum skilmálum. Með því að opna eða nota vefsíðuna viðurkennir þú að þú hefur lesið, skilið og samþykkt þessa skilmála og viðurkennir að allir fyrri samningar varðandi notkun vefsíðunnar á milli þín og Moderna eru úreltir og hafa ekkert gildi eða áhrif. Ef þú samþykkir ekki skilmálana skaltu ekki opna eða nota vefsíðuna. Með því að nota vefsíðuna staðfestir þú að þú sért að minnsta kosti 18 ára að aldri.
Þú skilur og samþykkir að við getum breytt þessum skilmálum hvenær sem er án fyrirvara. Þú getur lesið núverandi, gildandi afrit af þessum skilmálum hvenær sem er með því að velja hlekkinn „Notkunarskilmálar“ á vefsíðunni. Moderna kann að endurskoða þessa skilmála hvenær sem er án fyrirvara. Sérhver notkun á vefsíðunni eftir slíka dagsetningu skal fela í sér samþykki þitt á þessum endurskoðuðu skilmálum. Ef einhver breyting á þessum skilmálum er ekki ásættanleg fyrir þig er eina úrræðið þitt að hætta að fá aðgang að, fletta og nota vefsíðuna á annan hátt.
Aðgangur þinn að og notkun á vefsíðunni fellur einnig undir persónuverndarstefnu Moderna sem finna má á www.modernatx.com/privacy-policy en skilmálar hennar eru hér með felldir hér inn með tilvísun.
Upplýsinganotkun
Þú mátt skoða, opna, sækja eða nota upplýsingar af vefsíðunni, þar á meðal allan texta, myndir, hljóð, myndskeið og hugbúnað („Upplýsingar“) í eigin þágu tímabundið og ekki í atvinnuskyni. Þú hefur engan rétt á eða tilkall til upplýsinganna og þú munt ekki nota, afrita eða birta upplýsingarnar, nema eins og leyfilegt er samkvæmt þessum skilmálum. Engin önnur notkun er leyfð án skriflegs samþykkis okkar fyrirfram. Við getum átt upplýsingarnar, eða hluti upplýsinganna kann að vera aðgengilegur okkur með samkomulagi við þriðja aðila. Upplýsingarnar eru verndaðar af bandarískum og erlendum lögum um hugverkarétt. Óheimil notkun upplýsinganna kann að fela í sér brot gegn höfundarrétti, vörumerkjarétti og öðrum lögum. Þú mátt ekki selja, flytja, úthluta, veita leyfi, framleigja eða breyta upplýsingum eða afrita, birta, framkvæma opinberlega, búa til afleiddaa útgáfu af, dreifa, senda, endurnýta, endurbirta eða á annan hátt nota upplýsingarnar á nokkurn hátt í hvers kyns opinberu skyni eða atvinnuskyni án skriflegs leyfis okkar. Þú mátt ekki nota vefsíðuna eða upplýsingarnar af vefsíðunni (a) á nokkurn hátt sem brýtur í bága við viðeigandi löggjöf, innlend eða alþjóðleg lög eða reglugerðir; (b) á einhvern ólöglegan eða sviksamlegan hátt, eða sem hefur einhvern ólöglegan eða sviksamlegan tilgang eða áhrif; (c) senda, eða útvega sendingu á, hvers kyns óumbeðins eða óviðkomandi auglýsinga- eða kynningarefnis eða annars konar svipaða beiðni (ruslpóst); eða (d) gera óheimilaða tilraunir til að fá aðgang að kerfum okkar eða neti þriðja aðila. Notkun eða birting upplýsinga á annarri vefsíðu eða í nettengdu tölvuumhverfi í einhverjum tilgangi er sérstaklega bönnuð. Ef þú brýtur í bága við einhvern hluta þessara skilmála, fellur réttur þinn til að fá aðgang að og/eða nota upplýsingarnar og vefsvæðið sjálfkrafa niður og þú skalt eyða tafarlaust öllum afritum sem þú hefur tekið af upplýsingunum. Við áskiljum okkur rétt til að afturkalla, breyta eða endurskoða vefsíðuna án fyrirvara. Við munum ekki bera ábyrgð ef af einhverjum ástæðum vefsíðan okkar er ekki tiltæk hvenær sem er eða á nokkru tímabili. Ekkert á þessari vefsíðu mun teljast vera boð um að fjárfesta eða á annan hátt eiga hlutabréf eða önnur verðbréf í Moderna.
Höfundarréttur og vörumerki
Þú verður að varðveita og endurskapa sérhverja höfundarréttartilkynningu eða aðra eignarréttartilkynningu sem er að finna í upprunalegu upplýsingunum varðandi öll afrit sem þú gerir af upplýsingum eða í einhverjum upplýsingum sem þú halar niður. Hugverkaréttindi á vefsíðunni og í upplýsingunum eru í eigu Moderna, hlutdeildarfélaga okkar eða utanaðkomandi samstarfsaðila. Þú ættir að gera ráð fyrir að allt sem þú sérð eða lest á vefsíðunni sé höfundarréttarvarið nema annað sé tekið fram og ekki má nota það nema með skriflegu leyfi okkar nema eins og kveðið er á um í þessum skilmálum eða í texta á vefsíðunni. Engir tenglar á vefsíðuna mega vera á neokkurri annarri vefsíðu án fyrirfram skriflegs leyfis okkar. Að undanskilinni ofangreindri takmörkuðu heimild er þér hvorki veitt leyfi fyrirné réttur að upplýsingunum eða höfundarrétti Moderna eða annarra aðila.
Vörumerki, þjónustumerki og kennimerki Moderna („Vörumerki Moderna“) sem notuð eru og birt á vefsíðunni eru skráð og óskráð vörumerki eða þjónustumerki Moderna eða dótturfélaga þess eða hlutdeildarfélaga. Önnur heiti fyrirtækis, vöru og þjónustu sem eru á vefsíðunni kunna að vera vörumerki eða þjónustumerki í eigu þriðja aðila („Vörumerki þriðja aðila“ og sameiginlega með vörumerkjum Moderna, „Vörumerkin“). Ekkert á vefsíðunni eða í þessum skilmálum ætti að túlka sem veitingu leyfirs eða réttar með óbeinum hætti, hindrun, eða á annan hátt, beint eða óbeint, undir neinu vörumerki sem birt er á vefsíðunni án fyrirfram skriflegs samþykkis Moderna sérstaklega fyrir hvert og eitt tilvik. Vörumerkin má ekki nota til að gera lítið úr Moderna eða neinum þriðja aðila, vörum eða þjónustu frá Moderna eða þriðja aðila, eða á nokkurn hátt (með því að nota skynsamlega dómgreind) sem getur skaðað viðskiptavild vörumerkisins. Tenglar á vefsíðuna frá öðrum vefsvæðum ættu að vera eingöngu með texta og notkun vörumerkja sem hluta af tengli á eða frá hvaða vefsíðu sem er er bönnuð án fyrirfram skriflegs samþykkis Moderna fyrirfram. Öll viðskiptavild sem myndast við notkun hvers vörumerkis Moderna skal vera til hagsbóta fyrir Moderna.
Ákveðnir þættir vefsíðunnar eru verndaðir af vörumerkjarétti, gegn ósanngjarnri samkeppni og öðrum bandarískum, fylkis- og alríkislögum og alþjóðalögum og má ekki nokkrum hætti afrita eða líkja eftir að öllu leyti eða að hluta, þar með talið en ekki takmarkað við, notkun ramma eða spegla. Engar upplýsinganna má senda aftur án skriflegs samþykkis frá Moderna fyrir hvert einasta tilvik.
Læknisráð
Efninu á vefsíðunni er ætlað að vera almenn upplýsingaveita með tilliti til umfjöllunarefnisins. Moderna iðkar hvorki beint né óbeint lækningar, veitir læknisráð eða veitir læknisþjónustu í gegnum vefsíðuna og ekkert sem er að finna á vefsíðunni er ætlað að vera til leiðbeiningar um læknisgreiningu eða meðferð. Allar upplýsingar sem gefnar eru ættu ekki að teljast tæmandi og ekki ætti heldur að treysta á þær til að leggja til grundvöll fyrir greiningu eða meðferð fyrir tiltekinn einstakling. Ekki ætti að reiða á upplýsingarnar sem berast frá vefsíðunni við persónulegar, læknisfræðilegar, lagalegar, tæknilegar eða fjárhagslegar ákvarðanir. Þær ætti ekki að nota í stað heimsókna, símtala, ráðgjafar eða ráðleggingar læknis þíns eða annars hæfs heilbrigðisstarfsmanns. Hafir þú einhverjar spurningar varðandi heilbrigðisþjónustu skaltu tafarlaust hafa samband við lækni eða annan hæfa heilbrigðisstarfsmann.
Hlekkir
Þessi vefsíða kann að innihalda tengla á vefsíður sem reknar eru af öðrum aðilum („Utanaðkomandi vefsvæði“). Utanaðkomandi vefsvæði eru ekki undir stjórn Moderna og Moderna ber ekki ábyrgð á því efni sem er tiltækt á neinum utanaðkomandi vefsvæðum. Slíkir tenglar fela ekki í sér tilvísun eða stuðning Moderna við efni á utanaðkomandi vefsvæðum eða hjá neinum öðrum aðila, vöru eða þjónustu og Moderna vísar frá sér allri ábyrgð varðandi aðgang þinn að utanaðkomandi vefsvæðum. Við erum ekki ábyrg fyrir innihaldi neinna tengdra utanaðkomandi vefsvæða og lýsum engu yfir varðandi efni eða nákvæmni efnis á slíkum utanaðkomandi vefsvæðum. Þú ættir alltaf að gæta varúðar þegar þú hleður niður skrám af vefsíðum til að vernda tölvuna þína gegn vírusum og öðrum eyðileggjandi forritum. Moderna veitir tengla á utanaðkomandi vefsvæði til hægðarauka fyrir notendur og aðgangur að öllum utanaðkomandi vefsvæðum sem tengjast þessari vefsíðu er á eigin ábyrgð.
Framsýnar yfirlýsingar
Vefsíðan hefur að geyma beinar eða óbeinar framsýnar yfirlýsingar í skilningi laga um umbætur á einkaverðbréfamálum frá 1995, með áorðnum breytingum, kafla 27A í verðbréfalögunum frá 1933, með áorðnum breytingum, og kafla 21E í lögum um verðbréfaskipti frá 1934, sem eru byggðar á viðhorfum og forsendum og upplýsingum sem eru núna tiltæk stjórnendum Moderna. Þessar yfirlýsingar tengjast meðal annars væntingum Moderna varðandi áætlanir, markmið, stefnur, framtíðar rekstrar- eða fjárhagsárangur, viðskiptaáætlanir og horfur og væntingar varðandi klínískar rannsóknir, þróunartímalínur, viðræður við eftirlitsyfirvöld, þróunaráætlanir, þróunaraðila og rannsóknarlyf sem eru í þróun hjá Moderna og hjá stefnumótandi samstarfsaðilum Moderna. Í sumum tilvikum er hægt að bera kennsl á framsýnar yfirlýsingar með hugtökum eins og „kann að,“ „ætti,“ „býst við,“ „ætlar,“ „áætlanir,“ „gerir ráð fyrir,“ „telur,“ „áætlar,“ „spáir,“ „möguleikar,“„áfram,“ eða neikvætt af þessum hugtökum eða öðrum sambærilegum hugtökum, þó að ekki allar framsýnar yfirlýsingar innihaldi þessi orð. Slíkar yfirlýsingar eru byggðar á núverandi væntingum stjórnenda Moderna og eru háðar ákveðnum þáttum, áhættu og óvissu sem getur valdið því að raunverulegar niðurstöður eru verulega frábrugðnar þeim sem vísað er til eða gefið er í skyn í slíkum yfirlýsingum. Upplýsingarnar sem birtar eru á vefsíðunni eru taldar vera gildar frá og með upphaflegri dagsetningu á birtingu þeirra. Framsýnar yfirlýsingar á þessari vefsíðu eru hvorki loforð né trygging og þú ættir ekki að treysta of mikið á þessar framsýnu yfirlýsingar vegna þess að þær fela í sér þekkta og óþekkta áhættu, óvissu og aðra þætti, sem margar hverjar eru utan stjórnar Moderna og sem gætu valdið því að raunverulegar niðurstöður eru verulega frábrugðnar þeim sem þessar framsýnu yfirlýsingar lýsa eða gefa í skyn. Moderna ætlar ekki að uppfæra framsýnar yfirlýsingar sem birtast á vefsíðunni við breyttar kringumstæður eða nokkuð annað og slíkar yfirlýsingar eru aðeins gildar frá þeim degi sem þær voru veittar.
Athugaðu að á meðan skjalavistun Moderna hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu er aðgengileg á eða í gegnum nettengla sem eru á vefsíðunni, eru engar upplýsingar sem eru á eða fáanlegar í gegnum vefsíðuna felldar með tilvísun í eða taldar vera hluti af slíkri skjalavistun.
Uppfærslur
Moderna kann að gera breytingar, leiðréttingar og/eða endurbætur á upplýsingunum og á vörum og þjónustu sem lýst er í slíkum upplýsingum hvenær sem er án fyrirvara. Þrátt fyrir að við reynum að uppfæra vefsíðuna reglulega geta upplýsingar, efni og þjónusta sem veitt er á eða í gegnum vefsíðuna stundum verið ónákvæm, ófullgerði eða úrelt og eru veittar „EINS OG KOMA FYRIR“ og „EINS OG TILTÆKAR“. Moderna ber ekki skylda til að uppfæra upplýsingar sem eru á vefsíðunni og Moderna er ekki ábyrgt fyrir mistökum við að uppfæra slíkar upplýsingar. Við leggjum ekki fram neina yfirlýsingu á heilleika, nákvæmni eða gildi allra upplýsinga á vefsíðunni og við skuldbindum okkur ekki til að uppfæra eða endurskoða upplýsingarnar sem eru á vefsíðunni, hvort sem er vegna nýrra upplýsinga, framtíðaratburða eða aðstæðna eða annars. Þú berð ábyrgð á að staðfesta upplýsingarnar sem finna má á vefsíðunni áður en þú reiðir þig á þær.
Fyrirvari um ábyrgð
MODERNA, DÓTTURFÉLÖG ÞESS OG ÖNNUR HLUTDEILDARFÉLÖG OG VIÐEIGANDI FULLTRÚAR ÞEIRRA, STJÓRNENDUR, STARFSMENN, UMBOÐSMENN, BIRGJAR, MIKILVÆGIR SAMSTARFSAÐILAR OG LEYFISVEITENDUR (SAMEIGINLEGA „AÐILAR MODERNA“) BERA ENGA ÁBYRGÐ OG LÝSA ENGU YFIR, HVORKI BEINT NÉ ÓBEINT, UM VEFSÍÐUNA EÐA UPPLÝSINGARNAR (ÞAR Á MEÐAL, ÁN TAKMARKANA, TÍMABÆRNI, GILDIS, NÁKVÆMNI, HEILLEIKA EÐA NOTAGILDI Í EINHVERJU ÁKVEÐNU SKYNI Á UPPLÝSINGUNUM EÐA AÐ NIÐURSTÖÐURNAR SEM GETA VERIÐ FENGNAR FYRIR NOTKUN Á VEFSÍÐUNNI VERÐI VILLULAUSAR EÐA ÁREIÐANLEGAR.)
Takmörkun ábyrgðar
AÐILAR MODERNA ERU EKKI ÁBYRGIR FYRIR NEINU BEINU, TILFALLANDI, AFLEIDDU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU TJÓNI EÐA MISKA SEM HLÝST AF AÐGANGI AÐ, NOTKUN EÐA ÓFÆRNI TIL AÐ NOTA ÞESSA VEFSÍÐU, EÐA EINHVERJA VILLU EÐA BROTTFALL Í UPPLÝSINGUNUM, ÞAR Á MEÐAL, ÁN TAKMÖRKUNAR, ÁBYRGÐ Á (I) TAPI Á TEKJUM, (II) TAPI Á VIÐSKIPTUM EÐA VIÐSKIPTATRUFLUNUM, (III) TAPI Á HAGNAÐI EÐA SAMNINGUM, (IV) TAPI Á FYRIRHUGUÐUM SPARNAÐI, (V) TAPI Á GÖGNUM, (VI) TAPI Á VIÐSKIPTAVILD, (VII) SÓUÐUM TÍMA STJÓRNENDA EÐA SKRIFSTOFU OG (VIII) HVERS KYNS TAPI EÐA TJÓNI EÐA NOKKRU ÖÐRU SEM ORSAKAST AF SKAÐLEGRI HÁTTSEMI (Þ.M.T. GÁLEYSI), SAMNINGSBROTUM EÐA ÖÐRU, JAFNVEL ÞÓTT FYRIRSJÁANLEGT SÉ. EINNIG SKULU AÐILAR MODERNA EKKI VERA ÁBYRGIR FYRIR SANNLEIKSGILDI, NÁKVÆMNI EÐA HEILLEIKA UPPLÝSINGANNA, FYRIR VILLUM, MISTÖKUM EÐA BROTTFALLI ÞAR AF EÐA FYRIR EINHVERJUM TÖFUM EÐA TRUFLUNUM Á GÖGNUM EÐA UPPLÝSINGASTREYMI HVER SEM ORSÖKIN ER. ÞÚ NOTAR VEFSÍÐUNA OG UPPLÝSINGARNAR Á EIGIN ÁHÆTTU.
AÐILAR MODERNA ÁBYRGJAST EKKI AÐ VEFSÍÐAN VERÐI VILLULAUS EÐA AÐ VEFSÍÐAN, NETÞJÓNAR HENNAR, EÐA UPPLÝSINGARNAR SÉU LAUSAR VIÐ TÖLVUVÍRUSA EÐA ÁLÍKA MENGUN EÐA SKAÐLEGA ÞÆTTI. EF NOTKUN ÞÍN Á VEFSÍÐUNNI EÐA UPPLÝSINGUNUM VERÐUR TIL ÞESS AÐ ÞÖRF ER Á ÞJÓNUSTU EÐA ENDURNÝJUN BÚNAÐAR EÐA GAGNA BERA AÐILAR MODERNA ENGA ÁBYRGÐ Á ÞEIM KOSTNAÐI.
VEFSÍÐAN OG UPPLÝSINGAR ERU VEITT „EINS OG KOMA FYRIR“ OG „EINS OG TILTÆKAR“ ÁN NOKKURS KONAR ÁBYRGÐAR. AÐILAR MODERNA VÍSA FRÁ SÉR ALLRI ÁBYRGÐ, ÞAR MEÐ TALIÐ, EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ, ÁBYRGÐ Á TITLI, SÖLUHÆFNI, BROTI GEGN RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA OG HÆFNI Í SÉRSTÖKUM TILGANGI.
Sum lögsagnarumdæmi leyfa ekki fyrirvara um eða útilokun tiltekinna ábyrgða eða takmörkun á eða útilokun ábyrgðar vegna tilfallandi eða afleidds tjóns. Þar af leiðandi kann að vera að sumar ofangreindar undantekningar eða takmarkanir eiga ekki við þig eða eru aðfararhæfar gagnvart þér. Við tökum heldur enga ábyrgð á og munum ekki vera skaðabótaskyld gagnvart tjóni á eða vírusum sem geta smitað tölvubúnað þinn eða aðrar eignir vegna aðgangs þíns að eða notkun upplýsinganna. Moderna áskilur sér rétt til að hætta með vefsíðuna hvenær sem er án fyrirvara og án ábyrgðar.
Upplýsingar sem þú veitir okkur
Öll samskipti eða efni sem þú sendir okkur með rafrænum pósti eða á annan hátt, þar með talin gögn, spurningar, athugasemdir, ábendingar eða þess háttar er og verður ekki meðhöndlað sem trúnaðarmál og án eignarréttar og Moderna ber engar skyldur af nokkru tagi hvað varðar slíkar upplýsingar. Allt sem þú sendir eða birtir verður eign Moderna og getur verið notað af Moderna og einhverjum af dótturfélögum þess, hlutdeildarfélögum, stefnumótandi samstarfsaðilum og þjónustuveitendum þriðja aðila í hvaða tilgangi sem er, þar með talin, en ekki takmörkuð við, endurgerð, upplýsingamiðlun, miðlun, útsendingu og birtingu. Moderna og dótturfélög þess, hlutdeildarfélögum, stefnumótandi samstarfsaðilum og þjónustuveitendum þriðja aðila er frjálst að nota, án endurgjalds til þín, hugmyndir, hugtök, þekkingu eða tækni sem felast í samskiptum sem þú sendir á vefsíðuna í hvaða tilgangi sem er, þ.m.t. , en ekki takmarkað við, að rannsaka, þróa, framleiða og markaðssetja vörur sem nota eða fella inn slíkar upplýsingar. Allar upplýsingar sem þú sendir eða veitir vefsíðunni gætu verið aðgengilegar fyrir almenning. Mikilvægar og persónulegar upplýsingar ættu að vera verndaðar af þér. Moderna ber ekki ábyrgð á persónuvernd tölvupósta eða annarra upplýsinga sem fluttar eru í gegnum internetið eða annað net sem þú notar.
Vörur á alþjóðavísu
Vefsíðan gæti innihaldið upplýsingar um núverandi eða hugsanlegar framtíðarvörur okkar og þjónustu, sem ekki eru allar fáanlegar á hverjum stað. Tilvísun í vöru eða þjónustu á vefsíðunni felur ekki í sér að slík vara eða þjónusta sé eða verði fáanleg á þínum stað. Vörurnar sem vísað er til á þessari vefsíðu geta verið háðar mismunandi kröfum úr regluverki eftir því í hvaða landi er notað. Þar af leiðandi geta gestir verið látnir vita að tilteknir hlutar vefsíðunnar eru eingöngu ætlaðir tilteknum tegundum sérfræðinotenda eða séu aðeins fyrir markhópa í ákveðnum löndum. Þú ættir ekki að túlka neitt á vefsíðunni sem kynningu eða auglýsingu fyrir neina vöru eða til notkunar á vöru sem ekki er heimiluð samkvæmt lögum og reglugerðum í búsetulandi þínu.
Gildandi lög
Þú berð ein(n) ábyrgð áað að tryggja að farið sé að lögum í þinni tilteknu lögsögu. Hægt er að fá aðgang að vefsíðunni í öllum ríkjum Bandaríkjanna sem og frá öðrum löndum um allan heim. Hver þessara staða er með löggjöf sem kann að vera frábrugðin þeirri í Massachusetts, þar sem Moderna er staðsett. Með því að fara á vefsíðuna samþykkir þú að ríkislög Massachusetts, án tillits til meginreglna um lagaskil, gildi um öll ágreiningsmál sem byggjast á, stafa af eða tengjast notkun þinni á vefsíðunni eða einhverjum upplýsingum sem hún inniheldur. Að því er varðar slík ágreiningsmál samþykkir þú og Moderna jafnframt að þið gangist undir að slík mál skuli eingöngu rekin fyrir hvaða dómstól í Boston, Massachusetts, sem er.
Þú munt fara að öllum viðeigandi útflutningshömlum samkvæmt gildandi lögum um útflutningseftirlit og ekki að flytja út eða endurútflytja upplýsingarnar til landa eða einstaklinga sem eru bannaðir samkvæmt slíkum útflutningseftirlitslögum. Ef þú ert í landi þar sem slíkur útflutningur er bannaður eða ert einstaklingur eða lögaðili sem er óheimilt að stunda slíkan útflutning, mátt þú ekki hlaða niður neinum upplýsingum. Þú berð alfarið ábyrgð á því að farið sé að lögum í tiltekinni lögsögu þinni varðandi innflutning, útflutning eða endurútflutning upplýsinganna.
Upplýsingarnar eru veittar með „TAKMÖRKUÐ RÉTTINDI.“ Notkun, afritun eða upplýsingagjöf bandarískra stjórnvalda er háð takmörkunum sem eru í 48 CFR 52.227-19 og 48 CFR 252.227-7013 o.fl. eða arftaka þess. Notkun bandarískra stjórnvalda á vefsíðunni eða upplýsingum felur í sér viðurkenningu á eignarrétti okkar á vefsíðunni og upplýsingum.
Ef einhver ákvæði þessara skilmála verða talin ólögmæt, ógild eða óframkvæmanleg af einhverjum dómstóli sem hefur lögbæra lögsögu, skal ógilding eða óframkvæmanleiki slíks ákvæðis ekki hafa áhrif á gildi eftirstöðva ákvæða þessara skilmála, sem skulu vera áfram í fullu gildi. Brestur Moderna til að bregðast við eða framfylgja ákvæðum þessara skilmála skal ekki túlkað sem afsal á því ákvæði eða neinu öðru ákvæði í þessum skilmálum. Ekkert afsal skal gilda gegn Moderna nema það sé skriflegt og ekkert slíkt afsala skal túlkað sem afsal í neinum öðrum eða síðari tilfellum. Nema þú og Moderna og hafið samið sérstaklega skriflega um, þá eru þessir skilmálar allur samningurinn á milli þín og Moderna að því er varðar viðfangsefnið og kemur í stað allra fyrri eða samtímasamninga, hvort sem er skriflegur eða munnlegur, milli aðila að því er varðar viðfangsefnið. Kaflafyrirsagnirnar eru aðeins veittar til hægðarauka og skulu ekki túlkaðar sem nokkurs konarlagalegur grundvöllur. Moderna getur framselt eignarhald sitt, yfirráð eða önnur réttindi til hvaða aðila sem er, hvenær sem er án tilkynningar til þín.
Þessir skilmálar munu vera í þágu arftaka okkar, úthlutunaraðila, leyfishafa og undirleyfishafa.
Hafðu samband við Moderna
8.00-17.00 Vestur-evrópskur tími – mán - fös
EMEAMedinfo@modernatx.com